Hármaskar fyrir öll tilefni. Hver maski er hannaður til að svara ákveðinni þörf, en það gæti líka verið ástæða til að nota fleiri en einn í einu. Áherslur í lífi okkar geta breyst dag frá degi og þar með þarfir hársins. Rétt eins og við viljum bæta glansi á viss svæði á andlitinu og halda öðrum möttum þegar við notum farða, hefur hárið mismunandi þarfir. Þú gætir viljað eina meðferð í rótina en aðra í endana. The Circle Chronicles veita þér snögga en áhrifamikla meðferð.

7 vörur fundnar
Sort By
View
 • The Let it Go Circle

  1.190 kr. 952 kr.

  Mýkjandi maski fyrir hár og hársvörð. Fyrir hár sem þarf frí frá hversdags álagi. Ilmurinn hefur róandi áhrif.

  Fyrir allar hárgerðir.

  NOTKUNARLEIÐBEININGAR:

  Berið í handklæðaþurrt hárið eftir þvott. Látið bíða í 3 mínútur, greiðið í gegn og skolið úr. Blásið hárið þurrt.

  „MULTI-MASKING“:

  Samsetning 1: 
  Sídd og endar: Notið Renaissance Circle til að gera við illa farið hár eða Spotlight Circle fyrir aukinn gljáa.
  Hársvörður: Notið Let it Go Circle fyrir mikla mýkt.

  Samsetning 2: 
  Sídd og endar: Notið Let it Go Circy fyrir mikla mýkt.
  Hársvörður: Notið Purity Circle fyrir hreinsandi áhrif.

  NÁTTÚRULEG VIRK EFNI:

 • The Purity Circle

  1.190 kr. 952 kr.

  Hreinsandi andoxandi maski fyrir hársvörðinn sem fjarlægir óhreinindi af völdum mengunar (ryks og þungmálma) og mótunarefni sem hafa safnast upp. Inniheldur einstaklega rakadrægt bambus-kol sem til að hreinsa og Matcha te extrakt til koma jafnvægi á sindurefni. Þessi maski hentar öllum hárgerðum – við þurfum nú öll að hugsa vel um hársvörðinn!

  • Hreinsar óhreinindi af völdum mengunar og hefur andoxunaráhrif
  • Hressir upp á hár og hársvörð
  • Gefur dásamlega mýkt

  NOTKUNARLEIÐBEININGAR:

  Fyrir þvott: berið í þurrt hár og hársvörð. Látið bíða í 10 mínútur og skolið. Fylgið eftir með sjampói sem hentar.

  Eftir þvott: berið í handklæðaþurrt hár og hársvörð eftir þvott. Látið bíða í 10 mínútur, greiðið í gegn og skolið vel með vatni. Blásið hárið þurrt.

  „MULTI-MASKING“:

  Sídd og endar: Notaðu þann maska sem hentar best þínum þörfum

  Hársvörður: Notaðu The Purity Circle (fyrir eða eftir þvott) sem hreinsandi meðferð.

  NÁTTÚRULEG VIRK EFNI:

 • The Quick Fix Circle

  1.190 kr. 952 kr.

  Hármaski með hraði. Þessi gefur raka og leysir úr flækjum á aðeins 3 mínútum og gerir hárið mjúkt, gljáandi og meðfærilegt. Þessi er alhliða lausn á hvers kyns hárvandamálum – fullkomin fyrir upptekið fólk. Inniheldur hyaluronicsýru (já, þessa sem er í öllum bestu hrukkukremunum!) sem gefur einstaklega mikinn raka og rauðleir til að fjarlægja óhreinindi.

  • Fullkomið fyrir allar hárgerðir, sérstaklega þegar þú ert á hraðferð
  • Gefur einstaka mýkt
  • Gefur mikla fyllingu og raka

  NOTKUNARLEIÐBEININGAR:

  Berið í handklæðaþurrt hárið. Látið bíða í 3 mínútur, greiðið í gegn og skolið. Blásið hárið þurrt.

  „MULTI-MASKING“:

  Sídd og endar: Notið The Quick Fix Circle, sem rakameðferð.
  Hársvörður: Notið The Purity Circle (fyrir eða eftir þvott) sem hreinsandi meðferð.

 • The Renaissance Circle

  1.190 kr. 952 kr.

  Þessi viðgerðarmaski glæðir skemmt hári nýju lífi, hvort sem það er vegna hitatækja, sólar, klórs eða mikillar efnameðhöndlunar. Fullkominn fyrir þær sem lita hárið reglulega og fyrir þær sem stunda mikla útiveru og sund. Inniheldur olíu úr babassu hentum sem gefur djúpa næringu og gulan leir sem byggir upp hárið til að endurlífga heilbrigðan glans og mýkt.

  • Fullkomið fyrir mjög illa farið hár
  • Einstaklega nærandi og mýkjandi
  • Gefur gljáa

  NOTKUNARLEIÐBEININGAR:

  Berið í handklæðaþurrt hárið eftir þvott. Látið bíða í 10 mínútur, greiðið í gegn og skolið úr. Blásið hárið þurrt.

  „MULTI-MASKING“:

  Sídd og endar: Notið The Renaissance Circle til að gera við mikið skemmt hár.
  Hársvörður: Notið The Purity Circle sem hreinsandi meðferð.

  NÁTTÚRULEG VIRK EFNI:

 • The Restless Circle

  1.190 kr. 952 kr.

  The Restless Circle er nýr, gegnsær maski fyrir þá sem vilja hugsa vel um hárið á meðan þeir gera aðra hluti eins og að mæta í ræktina, fara út að hlaupa eða bara sjá um innkaupin.

  Inniheldur engin sílikon eða kemísk litarefni.

  KOSTIR:

  – Fullkomið fyrir allar hárgerðir og allan hársvörð
  – Kemur í veg fyrir að hár brotni
  – Gefur fyllingu
  – Gefur aukinn teygjanleika
  – Áferð sem ekki sést

  NOTKUNARLEIÐBEININGAR:

  Berið maskann í þurrt hár sem meðferð fyrir þvott fyrir sídd og enda. Notið lítið magn og dreifið vel úr því.
  Fyrir slétt hár: Við mælum með að greiða maskann í gegn um hárið til að dreifa betur úr honum og hámarka gegnsæ áhrifin.
  Fyrir liðað eða krullað hár: Rennið fingrum í gegn um hárið til að móta krullurnar betur.

  Berið í þurrt hárið sem meðferð fyrir þvott og látið bíða í amk 15 mínútur. Gegnsæi maskans gerir það að verkum að hægt er að láta hann vera lengur í hárinu sem eykur skilvirkni hans og gefur þér tíma til að sinna öðrum verkum á meðan. Einnig hægt að láta vera í yfir nótt.  

  Skolið úr með vatni. Fylgið eftir með sjampó og næringu sem hentar.

 • The Spotlight Circle

  1.190 kr. 952 kr.

  Einstaklega ljómandi maski sem gefur extra mikinn glans! Fullkominn fyrir allar hárgerðir, en sérstaklega dauflegt og efnameðhöndlað hár. Gljáfægir og sefar úfið hár með hjálp Moringa olíu. Djúpnærir hárið án þess að þyngja það.

  • Fullkomið fyrir allt hár, sérstaklega líflaust hár
  • Gefur extra gljáa
  • Sléttir og mýkir
  • Mjög nærandi
  • Mjög rakagefandi án þess að þyngja hárið

  NOTKUNARLEIÐBEININGAR: 

  Berið í handklæðaþurrt hárið eftir þvott. Látið bíða í 10 mínútur, greiðið í gegn og skolið. Blásið hárið þurrt.

  „MULTI-MASKING“:

  Sídd og endar: Notið The Spotlight Circle fyrir aukinn gljáa.
  Hársvörður: Notið The Purity Circle sem hreinsandi meðferð.

  NÁTTÚRULEG VIRK EFNI:

 • The Wake-Up Circle

  1.190 kr. 952 kr.

  Endurlífgandi maski sem gefur hárinu og hársverðinum orku, fyllingu og raka. Þetta er vekjaraklukkan fyrir hárið sem hressir þig við eftir stress, álag og áreiti frá veðri og vindum. Þessi er fullkominn fyrir þreytt hár. Inniheldur fjólubláan leir sem hreinsar og burnirótar extrakt til að koma jafnvægi á hárið.

  • Fullkomið fyrir illa farið hár
  • Hressir upp á og eykur fyllingu
  • Rakagefandi
  • Mjög mýkjandi 

  NOTKUNARLEIÐBEININGAR:

  Berið í handklæðaþurrt hár og hársvörð eftir þvott. Látið bíða í 10 mínútur, greiðið í gegn og skolið. Blásið hárið þurrt.

  „MULTI-MASKING“:

  Samsetning 1: 
  Sídd og endar: Notið The Wake-Up Circle til að lífga upp á hárið.
  Hársvörður: Notið The Purity Circle sem hreinsandi meðferð.

  Samsetning 2:
  Sídd og endar: Notið The Renaissance Circle eða The Spotlight Circle til að gera við skemmt hár eða til að gefa hárinu aukinn gljáa.
  Hársvörður: Notið The Wake-Up Circle til að lífga upp á hárið.

  NÁTTÚRULEG VIRK EFNI: